Leitarvélar og Everest

Giraffe Forum sendir oft frá sér gagnlegar og áhugaverðar greinar. Ein af þeim fjallar um leitarvélar og leitarvélaniðurstöður.

Þar er m.a. tekið á því að ef viðskiptavinir finna ekki það sem þeir leita að á fyrstu niðurstöðusíðu, eru fáir sem fara á næstu síðu. Segja má að fleiri hafi náð að klífa tind Everest fjalls heldur en hafa farið í gegnum 5000 niðurstöður á niðurstöðusíðu. Á toppi Everest er það súrefnisskortur sem hamlar fólki en á Netinu er það athyglisskortur sem veldur því að þeir detta út á miðri leið.  Ef vefurinn þinn eru ekki í efstu þremur sætum, er eitthvað að. Ef vefurinn er ekki á fyrstu blaðsíðu leitarniðurstaðna, er eitthvað mjög mikið að.

Fleiri atriði eru rakin í greininni sem er mjög skemmtileg fyrir þá sem hafa áhuga á leitarvélabestun.