Smashing Magazine hefur tekið saman ítarlegan lista yfir ráðstefnur þær sem skipulagðar hafa verið í tengslum við vefmál eins og t.d. forritun, viðmót og útlitshönnun. Þarna má finna ráðstefnur af öllum stærðum og gerðum um allan heim og það er alveg ljóst að öllu árinu væri hægt að eyða í að hoppa á milli þeirra.