Jólamarkaður Smugunnar/Opið hús

Íbúar Smugunnar ætla að bjóða gestum og gangandi á jólamarkað þann 5. desember frá kl 12-17. Á jólamarkaðinum mun kenna ýmissa grasa og verður m.a. flóamarkaður, myndlist, ljósmyndasýning, heimagert jólaskraut og fleiri upplagðar jólagjafir. Látið sjá ykkur og grípið vini og aðra með inn úr kuldanum.