Ef þið hafið áhuga á Eye Tracking aðferðinni þá er hér grein sem ekki má missa af. Eye Tracking (fylgst með hvert augu notenda leita helst á vefsíðu) var notuð á alls kyns form eins og t.d. hjá Google Mail, Hotmail, Ebay og fleiri form og fylgst með hvernig notendur fylltu þau út, hvaða upplýsingar skiptu máli, hvað var til trafala o.fl.
Út frá þessarri rannsókn settu CX partners svo fram leiðbeiningar á hönnun forma á vefjum. Það sem kannski var áhugaverðast í niðurstöðunum var það að notendum var sama þó form væru í lengri kantinum, svo lengi sem þau væru stílhrein og einföld. Stutt form með kraðaki upplýsinga og áreitis var af hinu slæma, þó um afar stutt form væri að ræða. Sérlega áhugaverð grein sem gaman er að velta fyrir sér.