Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum

Nú liggja niðurstöður fyrir úr úttekt Sjá og Forsætisráðuneytis á hátt í þrjúhundruð vefjum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Úttektin var framkvæmd nú í þriðja sinn, en fyrri úttektir voru 2005 og 2007.

Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Á miðvikudaginn kemur (16. desember) verða helstu niðurstöður úttektarinnar kynntar á hádegisverðarfundi hjá Ský.

Einnig verður fjallað um nýja könnun Evrópusambandsins og stöðu Íslands í evrópskum samanburði.
Að lokum verður sagt frá átaki sem skilaði vefjum stjórnarráðsins umtalsverðum árangri í könnuninni.

Nánari upplýsingar og skráning á fundinn.