Að vera svolítið öðruvísi

Við hjá SJÁ göngum út frá því að nytsemi og gott skipulag vefsíðna sé ávallt haft að leiðarljósi. Góð uppsetning vefja og skipulögð framsetning upplýsinga er eins og gott vegakort fyrir týndan vegfaranda. Það má því rétt ímynda sér hvort að samantekt Noupe hafi ekki fengið aðgengis- og nytsemis-hjörtu okkar til að slá örar og með svitadropa á enni skoðuðum við samantektina ….En hafa ber í huga að fyrir suma starfsemi þá einfaldlega hentar að vera svolítið öðruvísi og í rauninni er bara skemmtilegt að skoða alla flóruna þ.e. allt frá einföldum textasíðum tiltekinna vefgúrúa yfir í það sem fáir myndu telja notendavænt en líklega allir myndu telja frumlegt og jafnvel skemmtilegt.