Viðbætur í vafra (add-ons og extensions) þekkja flestir sem vinna við forritun eða vefumsjón. Urmull veftóla er í boði og fyrir þá sem ekki þekkja þau hefur Webcredible tekið saman lista yfir þau 10 tól sem maður ætti að hafa í vafranum. Þetta er handhægur listi og flest tólanna getur SJÁ verið sammála um að séu ómissandi.