Netnotendur eyða 69% tímans í að skoða vinstri helming vefsíðunnar á meðan 30% skoða hægri hlutann. Þetta þýðir að hefðbundin uppsetning vefsíðu er líkleg til að færa meiri tekjur í búið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Jakobi Nielsen.
Einnig segir hann í skýrslunni að meginmál eigi að vera aðeins frá vinstri, inn á miðju. Mikilvægasta efnið á að vera rétt fyrir miðju (þriðjung inn á síðuna) og það sem ekki skiptir eins miklu máli á að vera hægra megin út við jaðrana. Svo sem í samræmi við okkar pælingar varðandi notendavæni og í samræmi við prófanir síðustu ára. Hins vegar hafa notendur okkar einnig tekið vel í leiðarkerfi sem er lárétt en þetta er líklega spurning um vana.
Þessar niðurstöður Jakobs eru einnig í samræmi við niðurstöður rannsókna varðandi innri vefi. Greinin er annars ágæt lesning með mánudagskaffibollanum eins og margt frá karlinum.