Við hjá Sjá könnumst vel við það að fylgjast með notendum í prófunum eiga í mestu erfiðleikum með að finna upplýsingar og nota vefi sem er verið að skoða en eru engu að síður mjög jákvæðir þegar upp er staðið og finnst vefurinn jafnvel „fínn og þægilegur í notkun“. Ástæðan er sú að notendur vilja oftast ekki dæma eða vera of neikvæðir í garð þeirra sem eiga vefinn og eins tilhneiging notenda til að kenna sjálfum sér um þegar illa gengur (ég skoða svo lítið svona vefi, ég er svo vitlaus í svona, ég er óvön/óvanur…o.s.frv.). Micheal Wilson kemur inn á þetta í nýlegu bloggi á Uxboot.com. Einmitt þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með notendum og taka niður athugasemdir um það sem ekki gekk sem skildi. Það sem notandinn segir endurspeglar ekki endilega það sem gerðist í raun og veru.