Vefurinn Bad Usability Calendar er með skemmtilegt innleg í umræðu um nytsemi vefja. Mánaðarlegir pistlar fjalla um atriði sem vert er að huga að þegar kemur að því að halda úti vef sem er nytsamur og notendavænn. Hér má sjá ágúst-færsluna sem fjallar um mikilvægi þess að hugað sé að því að skrifa á réttan hátt fyrir vefinn. Draga þarf fram aðalatriðin fyrst og allur texti þarf að vera hnitmiðaður. Við byrjum að lesa efst á síðunni og færum okkur niður en athyglin skerðist um leið. Áhugaverð lesning og gagnleg.