Í nútímasamfélagi skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki að vera með góða og sýnilega heimasíðu. Á námskeiðinu er farið er yfir allt þeð helsta sem er að gerast í vefmálum í dag, nýjar aðferðir og hvað er að skila bestum árangri. Farið er m.a. yfir grafíska hönnun, verkefnastjórnun (Agile aðferðafræðin), innihald vefja, aðgengismál vefja, nytsemi og öryggi. Mikilvægt er að vefstjórarar hafi góða yfirsýn og þekki allt það helsta sem er að gerast í vefmálum og hvaða aðferðir eru að skila góðum árangri.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðri yfirsýn yfir hvaða þáttum vefstjórar þurfa að sinna í starfi sínu til að ná árangri.