Á vef European Disability Forum er fjallað um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri löggjöf um aðgengi opinberra vefja, en hún mun tryggja fötluðu fólki aðgengi að upplýsingum og rafrænni þjónustu frá árinu 2015.
Löggjöfin snýr að opinberum vefjum eins og þjónustu sveitarfélaga, skattframtali, atvinnumiðlun, menntun, heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Löggjöfin tryggir fötluðum jafnan aðgang að opinberri þjónustu og upplýsingum til jafns við aðra.
Þetta eru góðar fréttir fyrir alla þá sem láta sig aðgengismál vefja varða og óhætt að fullyrða að um er að ræða stórt skref í átt að jafnræði.