Texti er betri en tákn

Nýlega rákumst við á skemmtilegan pistil um málefni sem hefur verið okkur hugleikið í gegnum tíðina – notkun tákna í stað texta. Við höfum öll rekið okkur á það að skilja ekki tákn eða táknmyndir sem eiga að leiða okkur áfram. Hjá Sjá sjáum við þetta ítrekað í prófunum, notendur eiga í erfiðleikum með að skilja tákn.Það er skemmtilegt og gerir mikið fyrir útlit og hönnun að nota tákn og táknmyndir en varhugavert að það getur verið á kostnað skilnings. Notendur veigra sér við að smella á tákn sem þeir skilja ekki og reyna heldur að finna aðrar leiðir. Prófanir sýna þetta aftur og aftur. Pistill Thomas Byttebier, The best icon is a text label sýnir mörg dæmi um góða og slæma notkun táknmynda. Gleymum ekki að notendavæn hönnun og skilningur notenda er grunnurinn. Það er gríðarlega mikilvægt er að prófa með notendum til að tryggja nytsemi. Og að lokum þá er texti besta táknið – ennþá!