Skrif fyrir vefinn og notendaupplifun

Áhugaverður pistill á bloggi Gov.uk vefnum um mikilvægi þess að huga vel að því hvernig við skrifum á vefinn. Þar er talað um það að hvernig texti lítur út er næstum því eins mikilvægt og það sem hann segir. Það er erfitt að fá fólk til að byrja að lesa og enn erfiðara að láta það lesa allt sem þú vilt að það lesi. Í þessu samhengi er gott að vera með ákveðnar reglur í huga og ekki síst að prófa efnið líka.Fram kemur að þau hjá Gov.uk eru meðvituð um þetta og allir sem fá að skrifa á vefinn fá þjálfun. Að auki prófa þau allt sem þau senda frá sér með notendum, það á jafnt við um veftré og uppbyggingu, viðmót sem og texta.

Hægt er að lesa pistilinn hér.