Dagur nytsemi í dag!

Í dag er dagur nytsemi, World Usability Day. Enn eitt árið liðið og við höfum lært heilmikið nýtt um notendahegðun, viðmót og þarfir notenda. Alltaf jafn skemmtilegt.

Þema dagsins í ár er Engagement en hægt er að skoða upplýsingar um atburði víða um heiminn í tengslum við daginn á vefnum WorldUsabilityDay.org.

Enginn sérstakur viðburður er planlagður hér á landi í ár en það er við hæfi að líta tilbaka og fara yfir árið. Við hjá Sjá höfum unnið með mörgum mjög flottum fyrirtækjum og skemmtilegu fólki á árinu. Framkvæmt fjölda prófana með notendum á vefjum, innri kerfum og öppum. Á árinu hefur aukin áhersla verið lögð á viðmót í smærri tækjum, snjallsímum og spjaldtölvum. Við höfum líka tekið út aðgengi á ýmsum vefjum með notendur með sérþarfir í huga. Hópur sem er enn vanræktur á Íslandi því miður. Þrátt fyrir það er þróunin í rétta átt og meiri skilningur að myndast um mikilvægi aðgengismála.

Á heildina litið frábært ár og ekki ástæða til annars en að horfa björtum augum fram á við!