Leit snýst um að finna

Því miður er það allt of algengt að notendur eiga í miklum erfiðleikum með að finna það sem þeir leita að á vefjum fyrirtækja. Gerry McGovern fjallar um leit og leitarvélar í pistli sínum þessa vikuna. Hann hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður. Þar segir hann að til þess að leysa þetta vandamál þurfi að hugsa þetta út frá því að finna en ekki leitinni sjálfri. Út frá efni en ekki tækni. Mikilvægt er að efni sé skrifað með tungutaki notandans en ekki út frá innanhúss hugtökum. Tæknin getur aðeins gert svo mikið, hitt er í okkar höndum.