Nú geta Bretar fengið talhólfsskilaboð sem textaskilaboð en fyrirtækið VoxSciences hefur meðal annars verið að kynna þessa nýjung.
Þetta er kannski ekki svo gríðarlega mikilvægt fyrir Íslendinga en þó má geta þess að þetta gæti verið töluvert til þæginda fyrir t.d. heyrnarlausa notendur eða eldri notendur sem farnir eru að tapa heyrn. Í Bretlandi hins vegar er vel þekkt að heyra ekki orð af skilaboðum talhólfs vegna áreitis í umhverfinu. Má þar helst nefna umferðarnið og neðanjarðarlestarnar en stundum heyrist varla mælt mál sem getur verið afar slæmt þegar um mikilvæg skilaboð er að ræða. Þetta er einnig hagræðing fyrir budduna því með þessu móti þarf ekki að hringja inn í talhólfið, eitthvað sem margir eru ragir við að gera t.d. á ferðalögum erlendis. Þó ekki séu að huga að ferðalögum þessa dagana þá er þetta sniðug lausn sem margir eiga eftir að nýta sér í framtíðinni!