Vefir í ólgusjó

Margir eru í sparnaðarhugleiðingum þessa dagana og ekki undarlegt að svo hátti miðað við aðstæður sem nú ríkja. Fréttir af uppsögnum berast að okkur víða sem er auðvitað afar leitt. Sum fyrirtæki hafa m.a. þurft að fækka starfsmönnum úr vefdeild og getur þá skapast óvissa með framtíð vefjarins sem og næstu skref fyrir þá aðila sem við honum taka.

Við hjá SJÁ viljum benda á þjónustur sem geta komið að gagni eins og staðan er nú. Við bjóðum bæði upp á aðstoð við innsetningu efnis (sem er í raun tímabundið hlutverk vefstjóra), stuttar og lengri yfirferðir á vefjum, aðstoð við að greina þarfir vefjarins o.fl. Þó á móti blási er vefurinn samt sem áður eitt öflugasta vopn í markaðssetningu hvers fyrirtækis og þarf að hlúa vel að þeirri vinnu sem þegar hefur verið lögð í vefinn svo ekki tapist tækifæri.