SJÁ sjö ára!

SJÁ fagnar 7 ára afmæli sínu í dag. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 af Áslaugu Friðriksdóttur, Jóhönnu Símonardóttur og Sirrý Hallgrímsdóttur en þaðan er meðal annars nafnið SJÁ komið þó nafnið tákni líka víðsýni og innsýn í þau verkefni sem SJÁ tekur sér fyrir hendur. Fyrirtækið var fyrst til húsa við Ingólfsstræti en hefur nú flutt sig um set á Klapparstíg 28 í rýmra og betra húsnæði.