The Open Coffee Club á Íslandi

Opni kaffiklúbburinn (The Open Coffee Club) er fyrirbæri sem er nú virkt um allan heim. Nú hefur verið stofnaður klúbbur á Íslandi og eru allir hvattir til að vera með. Klúbburinn var settur á laggirnar til að hvetja frumkvöðla, forritara og fjárfesta til að hittast, spjalla saman, hitta aðra í svipaðri stöðu og mynda tengslanet. Alla fimmtudagsmorgna klukkan 8-9 mun Opni kaffiklúbburinn hittast á Kaffitári, Bankastræti. Aðaláhersla fundanna er Netið þó auðvitað megi spjalla um önnur mál.