Straumar og stefnur

SJÁ rakst á ferð sinni um Netið um daginn á vefinn WebDesignerWall. Þarna má finna það sem þeir telja heitast í listrænu vefútliti. Það má auðvitað alltaf deila um fegurð og smekk en engu að síður er gott að skoða það sem er í gangi, fá hugmyndir og hugljómanir.

Það eru nokkur atriði sem virðast vera í tísku í dag að þeirra mati en þau eru:

  • Vatnslitir: Vefsíður sem hafa einhvers konar áhrif af vatnslitamyndum, ekki áberandi þó.
  • Samsettar myndir: Svona eins og föndruð kort og klippimyndir, í kvenlegum og fínlegum stíl.
  • Leturgerðir: Sterk áhersla á serif stafagerðir (sem ekki er endilega af hinu góða).
  • Handskrifað letur: Notað fyrir leiðarkerfi.
  • Bjartir og sterkir litir: magenta (rauðum), cyan (sæbláum), gulum og grænum blandað saman á alls konar vegu.

Ekki endilega allt atriði sem SJÁ mælir með fyrir aðgengilega og notendavæna vefi en það má alltaf skoða og bæta við í hugmyndabankann.