World Usability Day 2008 og Iceweb

World Usability Day 2008 eða Dagur notendavæni verður haldinn hátíðlega víða um heim í dag. Þó engar séu skrúðgöngurnar er samt margt hægt að sjá og gera í tilefni dagsins en margar borgir hafa einhvers konar uppákomur eða ráðstefnur til að marka daginn. Hér á Íslandi er ekki úr vegi að skreppa á Iceweb ráðstefnuna sem haldin er í dag og á morgun! Ekki amalegt að geta kíkt á flotta fyrirlesara rétt við bæjardyrnar!