10 bestu innri vefirnir 2009 að mati Jakob Nielsen og SJÁ á hlut að máli í einum þeirra!

Innri vefir eru alltaf að verða betri, stærð teymanna sem við þá vinna stækkuðu um 12% á árinu 2008 og meira fé er lagt í innri vefina en áður hafði verið gert. Meðalfjöldi starfsmanna sem höfðu umsjón með innri vefjum voru 6 starfsmenn árið 2001 en eru um 14 nú 8 árum síðar.  Þetta kemur fram í nýjustu grein Jakobs Nielsen um bestu innri vefina 2009 (úttektin er framkvæmd 2008 og er alþjóðleg). Svo skemmtilega vill til að SJÁ kom að mótun og uppbyggingu eins af vefjunum í verðlaunasæti þetta árið.

Einn af vinningshöfum yfir 10 bestu innri vefina 2009 er Kaupþing (Kaupthing Bank). Þetta eru skemmtilegar fréttir nú í skammdeginu, og ekki síst eru fréttirnar áhugaverðar fyrir þær sakir að hjá Kaupþingi störfuðu aðeins 3200 starfsmenn (sá stærsti af vinningshöfunum hefur 37,500 starfsmenn), og er punktur sem Nielsen tekur sérstaklega fram í frétt sinni. Eins og Nielsen segir:

„Eins og við höfum séð síðustu árin, hafa stór fyrirtæki haft yfirhöndina á meðal vinningsahafanna. Á meðal vinningshafa þessa árs, var meðalfjöldi starfsmanna 37,500 starfsmenn. Þrátt fyrir það geta tiltölulega lítil fyrirtæki eins og Kaupthing Bank með 3200 starfsmenn unnið. Góð notendaupplifun þarf því ekki gríðarlega fjármögnun í innri vefina heldur þarf hæfileika og áherslu á að mæta þörfum notenda.“ Þetta er í lykilatriðum það sem SJÁ leggur upp með í sínum verkefnum.

Við hjá SJÁ erum alveg gríðarlega stolt af því að við uppbyggingu nýs innri vefjar Kaupþings naut bankinn liðsinnis okkar. Þetta er okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut. Við óskum Kaupþingi einnig innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum samstarfið.

Fyrir nánari lestur á grein Jakob Nielsen um bestu innri vefina 2009.