Vefurinn þinn getur blómstrað í kreppunni!!

Gerry McGovern skrifar ansi áhugaverða pistla sem gaman er að lesa og pæla í. Síðasti pistill hans kallast í beinni þýðingu Vefurinn þinn getur blómstrað í kreppunni sem ætti að fá flesta til að leggja við hlustir.

McGovern segir og við erum auðvitað sammála að ef hugað er vel að vefnum þínum getur hann orðið ódýrasta og hagkvæmasta verslunarumhverfið. Hann tekur sem dæmi að sala í bandarískum verslunum dróst saman um 2% fyrstu 9 mánuði ársins 2008. Amazon Netverslunin hins vegar jók söluna um 31% síðustu 12 mánuði.

Vefurinn er í eðli sínu sjálfsafgreiðslustöð og slíkt viðskiptaform er það allra hagkvæmasta sem til er. Vefurinn hefur möguleikann á að auka sölu, draga úr kostnaði og allt í allt að auka skilvirkni og framleiðni fyrirtækis eða stofnunar og gildir þá einu hvort um ræðir söluvef, háskólavef, innri vef eða leitarvef.

Einnig er áhugavert að skoða að samkvæmt breskri rannsókn frá Society of Information Technology Management er meðal kostnaður við samskipti (t.d. sölu á vöru eða þjónustu) í gegnum vefsíðu 27 pence (um 70 krónur), meðal kostnaður við samskipti í gegnum síma er 3,76 pund (um 715 krónur). Meðal kostnaður við bein samskipti fólks (t.d. sölumaður í verslun) er hins vegar 9,34 pund eða um 1800 krónur. Það eru líklega ekki til betri meðmæli með því að halda úti góðum vef í kreppunni!!! Að gera góðan vef betri er einnig mikilvægt til að halda forystu miðað við samkeppnisaðila. Þegar notandi getur ekki klárað verkefni á vefnum (t.d. að kaupa vöru) er ljóst að mikilvægt viðskiptatækifæri er að glatast. Þar kemur aukin notendavæni (með t.d. prófunum) sterk inn. Að gera vefinn notendavænni mun skila sér í aukinni notkun, meiri umferð, meiri sýnileika í leitarvélum og auknum hagnaði. Spurningin er því ekki: Hvers vegna ætti ég að leggja út í aukinn kostnaði við að gera vefinn betri? heldur Hvers vegna er ekki búið að því nú þegar?