Rýnihópar og nytsemsprófanir

Nokkur ruglingur hefur verið í gegnum tíðina á því sem kallast rýnihópar (focus groups) og svo nytsemisprófanir (usability testing) sem við köllum prófanir með notendum. Sumir vilja meina að þetta sé einn og sami hluturinn en eins og við hjá SJÁ vitum þá er það sannarlega ekki svo.

Webcredibles fjallaði einmitt um þetta mál nýlega. Í stuttu máli má segja að báðir þessar aðferðir gefi manni einstaka sýn á skoðanir notenda gagnvart t.d. vefsíðu en á meðan ekki er hægt að fylgjast með hegðun notenda í rýnihópum má í staðinn fljótt fá góða yfirsýn yfir skoðanir og væntingar ólíkra einstaklinga gagnvart vefsíðunni, áður en hún fer í loftið. Rýnihópa má nota á hvaða tímapunkti í hönnunarferli sem er (og hið sama gildir um nytsemisprófanir) en gott er að varpa fram hugmyndum fyrir vel valinn hóp í upphafi áður en lengra er haldið. Að lokum má geta þess að SJÁ býður að sjálfsögðu upp á bæði rýnihópa  og nytsemisprófanir.