Jakob Nielsen í Twittinu

Jakob Nielsen, nytsemisgúrú er komin á fullt í Twittið (Twitter) þ.e. hann notar miðilinn til að segja frá því sem er á döfinni hjá honum. Í nýjasta fréttabréfi sínu bendir hann á hvernig best er að haga smáskilaboðum sem þessum svo þau geri sem mest gagn.

Auðvitað skiptir orðalagi gríðarlegu máli, setningar þurfa að vera stuttar, hnitmiðaðar og verða að grípa athygli áskrifenda. Einnig skiptir tímasetning máli ef verið er að senda smáskilaboð inn varðandi t.d. atburð í öðrum heimshornum. Nielsen tekur dæmi um fréttir af ráðstefnu sem hann endurskrifaði 5 sinnum þangað til hann var ánægður með skilaboðin sem hann ætlaði að senda út. Í þessu flóði upplýsinga sem notendum berst er víst eins gott að huga að öllum þáttum, inntaki, lengd, málfari, tímasetningu og gagnsemi, sérstaklega ef um er að ræða annað en persónuleg skilaboð.