35 góðar upplýsingasíður um „wireframes“

Það er alltaf eitthvað áhugavert hægt að finna á vef Smashing Magazine. Nú síðast birti veftímaritið 35 bestu upplýsingasíðurnar, að þeirra mati um ”Wireframes”.

Eins og flestir vita sem eru í „bransanum” þá eru wireframes afar góð og hagkvæm leið til að leggja línurnar í vefhönnun sem og virkni. Ekki má þó kasta til hendinni því annars getur skipulagið tafið meira fyrir og verið kostnaðarsamara þegar upp er staðið. Þetta er ansi gagnlegt samantekt hjá þeim sem vert er að bókmerkja.