Leitarvélarusl

Við þekkjum öll hvernig er að leita eftir ákveðnum orðum á Google og fá upp vefsíðu sem við fyrstu sýn virðist nokkurn veginn það sem við leituðum að. Svona vefsíða getur innihaldið öll helstu lykilorðin sem tengd eru þessu ákveðna orði sem við leituðum eftir, með mikið af upplýsingum, tenglum og að því er virðist gagnlegu innihaldi. Við nánari athugun hins vegar kemur í ljós að við vorum göbbuð.

Þetta er eitt dæmi um leitarvélarusl (search engin spam), svokallað Doorway pages. Flestir forritarar og þeir sem eru að velta fyrir sér leitarvélamálum vita að þetta eru afar slök vinnubrögð sem Google menn (og aðrir leitarvélaframleiðendur) eyða óteljandi vinnustundum í að reyna að hamla gegn. Það eru alls kyns fleiri aðferðir notaðar til að reyna að plata leitarvélar og best að forðast þær allar. Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig má auka umferð um vefsíðu ykkar með bellibrögðum er hollast að lesa þessa grein frá Webcredibles fyrst. Það er alltaf gamla vísan sem aldrei er of oft kveðin, það borgar sig að vanda vel til verks og ekki reyna að stytta sér leið.