Heitir reitir á vefsíðunni þinni

Ef þú vilt fylgjast með því hvar notendur smella helst á vefsíðunni þinni gæti ClickHeat hugbúnaðurinn verið fyrir þig. Hugbúnaðurinn er opinn (open source) og hann má niðurhala án endurgjalds. ClickHeat útbýr eins konar “hitasvæði” (heatmap) sem segir til um hvar heitustu/köldustu svæðin á vefsíðunni eru. Heitustu svæði segja ekki endilega til um vinsælustu svæðin en geta gefið góða vísbendingu um “týnt efni” svo dæmi sé tekið.