Masterclass Gerry McGovern í notendamiðaðri vefstjórnun

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, bjóða vefstjórum, markaðsstjórum, vörustjórum og öðrum ábyrgðarmönnum vefsvæða á Íslandi upp á masterclass í notendamiðaðri vefstjórnun (e. Top-Task management) fyrir vefi frá einum færasta sérfræðingi heims á þessu sviði, Gerry McGovern. Námskeið Gerry McGovern eru löngu orðin víðfræg um heim allan og hentar sérstaklega vel þeim sem bera ábyrgð á innri-, þjónustu-, sölu- og markaðssvefjum.

Við viljum vekja athygli á því að miðasala er hafin. Ekki missa af þessu tækifæri!!!!
Um Gerry McGovern:
Gerry McGovern er meðal eftirsóttustu fyrirlesara og sérfræðinga á heimsvísu, í stjórnun og framsetningu upplýsinga á vef (e. content management). Gerrry hefur skrifað fjórar bækur um þessi mál m.a. metsölubækurnar Content Critical og Killer Web Content.
Nánari upplýsingar um Gerry McGovern er að finna á vef hans.
Masterclass í notendamiðaðri vefstjórnun:
Heilsdags námskeið sem fram fer á Hótel Loftleiðum föstudaginn 6. nóvember, kl. 8:45-17:00.