Í dag birti WebAIM niðurstöður könnunar á notkun skjálesara. Ótalmörgum spurningum varðandi aðgengi og þá sem nota skjálesara í daglegu lífi er svarað. Nauðsynlegur lestur fyrir þá sem hafa áhuga á skjálesurum og hvernig notendur nota þá, hvað þeir kjósa og hvað þeim líkar illa. Þó að niðurstöðurnar eigi við um Bandaríkin aðallega gefa þær ágæta yfirsýn. Sérlega áhugavert!