Ellefu leiðir til að hafa áhrif á Netnotendur

Það er alltaf gaman þegar hægt er að hafa óbein áhrif á hegðun fólks, þ.e. án þess að það sé beinlítis meðvitað um það að verið sé að hafa áhrif á t.d. hvort það smelli frekar á tengil A eða B á vefsíðunni. DoshDosh tók saman 11 aðferðir sem nota má í þessum tilgangi og eru þær skemmtilegar aflestrar. Það er einnig áhugavert að margar aðferðanna eru þær sömu og rekast má á í daglegu lífi þ.e. í stórmörkuðum (afslættir og tilboð, vara að verða uppseld, staðsetning o.fl.). Margar kunnuglegar aðferðir má lesa um þarna því stjórnendur innkaupavefsíðunnar Amazon eru auðvitað meistarar í þessum fræðum.