Hreyfanlegir label – Svolítið smart lausn

CSS Karma birtir hér nýja útlitslega lausn á nöfnum fyrir reiti (t.d. Nafn, Kennitala o.s.frv.) eða label eins og þau kallast. Þetta er flott lausn því hún virkar vel fyrir fatlaða jafnt sem ófatlaða notendur (því label for er á sínum stað) og virkar bæði með javascriptum (þ.e. hreyfingin sjálf) og án javascripta (t.d. á þeim farsímum sem styðja það ekki).  Skemmtilegt!