Viðmótsprófanir verða kannski seint þokkafyllsta starfsgreinin, hins vegar er hún ein af þeim mikilvægari þegar kemur að vefjum. Alveg eins og bifreið er reynsluekin áður en hún er sett í sölu, ætti aldrei að opna vefi án þess að setja þá í viðmótsprófanir. Þetta er eitt af því sem UXMatters telur upp varðandi það sem má og má ekki í viðmótsprófunum.
Hér má finna alls kyns gagnlegar ábendingar fyrir þá sem ætla sér að prófa viðmót vefja sinna. Það er ekkert sem kemur okkur hjá SJÁ á óvart í þeim efnum (t.d. að ekki er hægt að draga ályktanir af nokkrum notendum eingöngu, að passa að fá notendur sem henta miðað við það sem verið er að prófa) en skemmtileg lesning engu að síður.