Að borga og brosa (eða fara í fýlu)

Usability.com birti á dögunum grein á vef sínum um hvernig best er að haga greiðsluferli í vefverslunum. Það er nokkuð ljóst að þetta ferli má bæta á svo mörgum vefjum og er sá hlekkur sem hvað oftast er brotinn en er einn sá mikilvægasti. Það er oft eins og eigendur vefjanna hugsi með sér að fyrst að notendur eru komnir þetta langt, að setja vöruna í körfu, séu þeir hólpnir. Það er þó ekki svo og allt of oft sem notendur hætta við á síðustu stundu því greiðsluferlið er of flókið, óskýrt, tekur of langan tíma, notendum er hent út af vefnum (vegna tímamarka) o.fl., o.fl. Þó að greinin sé skrifuð með bandarískar vefverslanir í huga er hér margt sem er algilt og flestir geta tekið sér til fyrirmyndar.