Skýrsla Hagstofu um notkun á tölvum og neti 2010

Út er komin skýrsla Hagstofunnar Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti  2010.  Áhugavert er að glugga í niðurstöður og bera saman við fyrri ár.  Árið 2010 voru tölvur með nettengingu á yfir 90% heimila landsins. Tölvu- og netnotkun er einnig mjög almenn en 96% íbúa á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu síðustu 3 mánuði fyrir rannsóknina og 95% höfðu tengst netinu. Mikil aukning er í notkun farsíma um 3G kerfi til að fara á netið frá fyrra ári og er nú tæplega 25%. Um helmingur landsmanna á sama aldursbili hafði jafnframt verslað á netinu en það er lítilleg aukning frá fyrra ári.  Notkun netbanka er einnig mjög víðtæk eða ríflega 80% notenda. 70% höfðu notað samskiptasíður eins og Facebook og Twitter. Nær allir skoða jafnframt vefútgáfur fjölmiðlanna. Hægt er að skoða samantekt úr skýrslunni á vef Hagstofunnar.