Ryan Carson skrifar sniðugan pistil um mikilvægi þess að huga að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Hann gefur góð ráð í því samhengi sem fylgja hér.
- Farðu á réttum tíma úr vinnunni – það er auðvelt að vinna aðeins lengur en reyndu að gera það ekki.
- Hugsaðu um að innleiða 4 daga vinnuviku – lengdu helgina.
- Skrifaðu niður hugmyndirnar þínar fyrir vinnuna þegar þú ert heima – og framkvæmdu þær svo á mánudaginn.
- Skipulegðu Ævintýradag – veldu einn helgardag og gerðu að ævintýradegi, engar skyldur bara skemmtun.
- Vaknaðu snemma ef þú þarft að vinna – vertu búinn þegar restin af fjölskyldunni fer á fætur.
- Vertu með sérstakan vinnusíma – það er allt of auðvelt að athuga póstinn sinn í símanum.
- Lokaðu skrifstofudyrunum á kvöldin og um helgar – ekki láta freistast.
- Fáðu þér áhugamál sem krakkarnir geta verið með í – getur verið hvað sem er, bara að allir skemmti sér.
- Ekki fara með fartölvuna í fríið – amk. ein fullkomin afslöppun á ári.
Einnig er hægt að lesa allann pistilinn hérna.