Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Sjá hefur tekið að sér að framkvæma úttektina – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?  Úttektin nær til um 270 opinberra vefja – vefja ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þetta er í fimmta sinn sem úttektin er framkvæmd en hún hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005. Úttektin verður með svipuðu sniði og áður og  fer fram í haust.

Lesa má meira um úttektina á UT-vefnum.