Úttektin Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? er að fara af stað nú í sjötta sinn. Að þessu sinni verða teknir út um 260 opinberir vefir ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Úttektin hefur verið framkvæmd annað hvert ár frá 2005 og er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.
Að úttektinni standa innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga en Sjá mun annast framkvæmd úttektarinar.
Eins og undanfarin skipti verða veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn þegar niðurstöður könnunarinnar voru birtar.
Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á Degi upplýsingatækninnar í nóvember og verða þá einnig veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina.