Hin vinsælu námskeið í aðgengismálum hefjast aftur með haustinu. Aðgengismál fatlaðra að Netinu er sífellt að verða fyrirferðarmeira í umræðunni enda ættu allir notendur að hafa tækifæri til að nálgast upplýsingar á vefjum sem og að hafa tækifæri til að taka þátt í málefnum líðandi stundar til jafns á við aðra.
Aðgengismálin eru einnig nátengd hugmyndum um meiri sýnileika í leitarvélum og farið verður yfir þau atriði sem bæði gagnast leitarvélum sem og öllum notendum vefja.
Boðið er upp á sérsniðin námskeið að þörfum fyrirtækja og stofnana og má senda fyrirspurn til SJÁ fyrir verðtilboð og nánari upplýsingar. Einnig má hringja í síma 511-3110.
Leiðbeinandi á námskeiðunum er Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra að Netinu.