Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá SJÁ sótti á dögunum Future of Mobile ráðstefnuna í London sem haldin var á vegum carsonified.com. Ráðstefnan fjallaði um innihald vefja á farsímum, vandamál, kosti, strauma, stefnur og framtíð og var afar áhugaverð. Sérstaklega var hún áhugaverð út frá umræðum og spurningum sem þar fóru fram.
Category: Forsíða
Ráðstefnan User Experience 2007
Þær Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Droplaug M. Jónsdóttir sérfræðingar hjá SJÁ eru nýkomnar heim frá Barcelona en þar sóttu þær námskeið og fyrirlestra á vegum NN group en í forsvari fyrir þeim hópi er Jakob Nielsen.
Continue reading
World Usability Day – 8. nóvember
Í dag er World Usability Day eða Dagur nytsemi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hversu mikilvægt það er að hanna vefi með þarfir og væntingar notenda í huga (sjá www.worldusabilityday.org). Í tilefni dagsins birtist í Morgunblaðinu í dag grein eftir þær Áslaugu Friðriksdóttur og Jóhönnu Símonardóttur frá Sjá.
Continue reading
SJÁ opnar mobile vef (vef á farsíma)
Sigrún Þorsteinsdóttir frá SJÁ, hélt fyrirlestur á ráðstefnu SKÝ um Netið í vasanum þann 30. október síðastliðinn. Þar fjallaði Sigrún um þær efnislegar takmarkanir sem fylgja litlum skjám en einnig möguleikum sem felast í farsímavefjum og vefjum á öðrum flökkutækjum.
Continue reading
Tryggingamiðstöðin fær vottun um forgang III
Tryggingamiðstöðin (TM hf) hefur fengið vottun um forgang III, frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalagi Íslands fyrir vef sinn www.tm.is, fyrst íslenskra fyrirtækja.
Continue reading
Sjá hefur flutt í nýtt húsnæði
Sjá hefur flutt í nýtt húsnæði, Smuguna, að Klapparstig 28, 101 RVK.
Í Smugunni hafa fleiri fyrirtæki hreiðrað um sig en markmiðið er að búa til fjölbreytt, skapandi og kraftmikið samfélag.
Komdu og kíktu á okkur
Bestu kveðjur
Starfsfólk SJÁ
Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – SJÁ hefur úttekt á opinberum vefjum í annað sinn
Forsætisráðuneytið hefur gengið til samninga við Sjá um að framkvæma í annað sinn úttekt á opinberum vefjum, nú á um 280 vefjum. Úttektin var áður framkvæmd árið 2005 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og þá var í fyrsta sinn farið í úttekt af þessari stærðargráðu á Íslandi. Úttektin verður afar sambærileg nú og áður, megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Vefirnir voru metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Niðurstöður liggja fyrir í haust.
Sérfræðingur SJÁ í viðtali á Rás 1
Sérfræðingur SJÁ í aðgengismálum fatlaðra á Netinu, Sigrún Þorsteinsdóttir var í viðtali í þættinum Vítt og breitt á rás 1 í dag á Rás 1. Viðtalið er í bláenda þáttarins og er hægt að færa stikuna þangað með músarbendlinum. Viðtalið tók Arnþór Helgason og ræddu þau Sigrún ýmis mál varðandi aðgengi á Netinu.
SJÁ ehf flytur í nýtt húsnæði
Sjá ehf hefur flutt í nýtt húsnæði að Klapparstíg 28 (áður CCP). Nýja húsnæðið býður upp á frekari möguleika varðandi þjónustu við viðskiptavini. Sjá hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum og samstarfsaðilum í nýju umhverfi.
Ykkur er velkomið að líta við og sjá nýju aðstöðuna.
Með kveðju
Starfsfólk Sjá