Future of Mobile ráðstefnan, London

Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá SJÁ sótti á dögunum Future of Mobile ráðstefnuna í London sem haldin var á vegum carsonified.com. Ráðstefnan fjallaði um innihald vefja á farsímum, vandamál, kosti, strauma, stefnur og framtíð og var afar áhugaverð. Sérstaklega var hún áhugaverð út frá umræðum og spurningum sem þar fóru fram.

Continue reading


World Usability Day – 8. nóvember

Í dag er World Usability Day eða Dagur nytsemi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hversu mikilvægt það er að hanna vefi með þarfir og væntingar notenda í huga (sjá www.worldusabilityday.org). Í tilefni dagsins birtist í Morgunblaðinu í dag grein eftir þær Áslaugu Friðriksdóttur og Jóhönnu Símonardóttur frá Sjá.
Continue reading


Sjá hefur flutt í nýtt húsnæði

Sjá hefur flutt í nýtt húsnæði, Smuguna, að Klapparstig 28, 101 RVK.
Í Smugunni hafa fleiri fyrirtæki hreiðrað um sig en markmiðið er að búa til fjölbreytt, skapandi og kraftmikið samfélag.

Komdu og kíktu á okkur

Bestu kveðjur

Starfsfólk SJÁ
 


Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007 – SJÁ hefur úttekt á opinberum vefjum í annað sinn

Forsætisráðuneytið hefur gengið til samninga við Sjá um að framkvæma í annað sinn úttekt á opinberum vefjum, nú á um 280 vefjum. Úttektin var áður framkvæmd árið 2005 í samstarfi við forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga og þá var í fyrsta sinn farið í úttekt af þessari stærðargráðu á Íslandi. Úttektin verður afar sambærileg nú og áður, megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Vefirnir voru metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Niðurstöður liggja fyrir í haust.

Niðurstöður úttektar frá 2005


SJÁ ehf flytur í nýtt húsnæði

Sjá ehf hefur flutt í nýtt húsnæði að Klapparstíg 28 (áður CCP). Nýja húsnæðið býður upp á frekari möguleika varðandi þjónustu við viðskiptavini. Sjá hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum og samstarfsaðilum í nýju umhverfi.
 
Ykkur er velkomið að líta við og sjá nýju aðstöðuna.
 
Með kveðju
 
Starfsfólk Sjá