Víst er að margir eru spenntir yfir því að prófa nýjustu útgáfu Mozilla Firefox vafrans. Reyndar eru þeir nokkrir sem ekki gátu beðið og hafa fengið nasaþefinn af nýjustu útgáfunni með því að vera með Beta (tilrauna) útgáfu í notkun. Látið hefur verið vel af útgáfu 3 og lofa Mozilla Firefox menn meðal annars bættu öryggi, meiri hraða og allt að 15 þúsund lagfæringum og breytingum.Firefox styður nú einnig 50 tungumál.
World Usability Day – Dagur notendavæni 2008
Um allan heim hefur verið haldið upp á Dag notendavæni eða World UsabilityDay árlega síðan 2006. Það árið voru um 40 þúsund manns sem héldu upp á daginn í 175 borgum í 35 löndum. SJÁ hefur að sjálfsögðu verið þátttakandi frá upphafi og hefur markað daginn með ýmsu móti.
Að segja það sem við meinum
Hafið þið einhvern tímann hugleitt hversu frábrugðin orðin sem þið notið í Google eru því sem þið raunverulega eruð að leita eftir? Þessu veltu þeir á Giraffe Forum fyrir sér á dögunum.
Continue reading
Vefnotendur eru að verða eigingjarnari
Á vef BBC nýlega var skemmtilegt viðtal við vefgúruinn Jakob Nielsen. Í viðtalinu talar Nielsen um að notendur vefja séu að verða eigingjarnari og miskunnlausari. Nielsen styður þessa fullyrðingu með skýrslu um hegðun notenda og segir að þeir séu óþolinmóðari og vilji klára það sem þeir ætla sér á sem minnstum tíma. Notendur dvelja ekki lengur á vefsíðum og tilraunir til að halda notendum á vefsíðum hafa mistekist. Gylliboð virka ekki lengur að mati Nielsen.
Mikilvægi þess að lagfæra arfaslaka leit innri vefja
Gerry McGovern skrifar afar góðar greinar um vefi en við höfum nokkrum sinnum endursagt efni greina eftir hann og birt hér á vef SJÁ. Að þessu sinni er hann með afar áhugaverða grein um leit á innri vefjum fyrirtækja (og ekki síður stofnana).
Continue reading
Er hægt að stóla á vefmælingar?
Gerry McGovern veltir því fyrir sér í nýlegri grein hvort að vefmælingar séu áreiðanlegar og vill hann meina að ekki aðeins séu margar vefsíður með óáreiðanlegar mælingar heldur sé oft verið að mæla ranga hluti. McGovern segir einnig að samkvæmt fyrirtækinu Marketing Experients (sérhæfa sig í leitarvélum) séu 75% af þeim gögnum sem vefmarkaðsfræðingar safna annað hvort misvísandi eða beinlínis rangar.
Glærur frá hádegisverðarfundi komnar á Netið
Hádegisverðarfundur SJÁ og Marimo um rafræna stjórnsýslu heppnaðist vel og var mál manna að þarft umræðuefni hafi verið lagt á borð og að áhugaverðir fletir hafi verið ræddir. Glærurnar frá hádegisverðarfundinum er komnar á Netið fyrir áhugasama.
Dagskrá hádegisverðarfundar um rafræna stjórnsýslu birt
Þá er dagskrá hádegisverðarfundarins 14. maí næstkomandi um rafræna stjórnsýslu orðin ljós. Kíkið endilega á þessa spennandi fyrirlesara og skráið ykkur í tæka tíð.
Að vera áberandi: Þrjár gullnar reglur
Það er staðreynd að fæst okkar lesum texta á vefsíðum stafa á milli nema við höfum eitthvað tiltekið markmið (t.d. lesa ritgerð í tölvu bókasafns). í staðinn skimum við yfir síðurnar á augnabliki í leit að þeim upplýsingum sem við þurfum eða máli skipta. Ef eitthvað grípur áhuga okkar er hugsanlegt að við stöldrum við en annars er líklegt að við höldum áfram án þess að virða textann viðlits. Út frá þessu er gríðarlega mikilvægt að það efni sem mestu máli skiptir, grípi athygli okkar.
Árangur í áföngum – Ný tækifæri í rafrænni stjórnsýslu
Miðvikudaginn 14. maí nk standa Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.