Listi Nielsen yfir 10 bestu innri vefina 2008

Vefgúrúinn Jakob Nielsen hefur tekið saman lista yfir 10 bestu innri vefina fyrir árið 2008. Þess má geta að tveir starfsmenn SJÁ hlýddu á Jakob á dögunum og fræddust meðal annars um innri vefi.

Í samantekt Nielsen segir að samræmi í hönnun og skipulögð framsetning á efni séu orðinn staðall fyrir góða innri vefi. Vinningshafar þessa árs virðast allir bjóða upp á tól sem auka má framleiðni, aukna sjálfsafgreiðslu starfsmanna, góðum aðgangi að þekkingu og skýrari fyrirtækjafréttir.

Listi yfir þau 10 fyrirtæki sem höfðu bestu innri vefina að mati Jakob Nielsen.

  • Bank of America, US
  • Bankinter S.A., Spain
  • Barnes & Noble, US
  • British Airways, UK
  • Campbell Soup Company, US
  • Coldwell Banker Real Estate Corporation, US
  • IKEA North America Service, LLC, US
  • Ministry of Transport, New Zealand
  • New South Wales Department of Primary Industries, Australia
  • SAP AG, Germany

Athygli vekur að helmingur fyrirtækja með bestu innranetin eru í Bandaríkjunum, en önnur dreifðust á fimm lönd. Einnig vekur það athygli að aðeins þrjú fyrirtækjanna eru staðsett í Evrópu. Einnig má sjá að þrjú fyrirtækjanna voru fjármálafyrirtæki. Það sem kannski er þó áhugaverðasta niðurstaðan, ekki síst fyrir litla Ísland er að innan um sigurverana má finna fyrirtæki með 50.000 starfsmenn en einnig fyrirtæki með 200 starfsmenn.