Iceweb 2008

13. -14. nóvember 2008
SVEF, Samtök vefiðnaðarins, vilja minna á Iceweb 2008, alþjóðlega tveggja daga ráðstefnu um vefmál,  13. og 14. nóvember næstkomandi.

ICEWEB 2008

SVEF, Samtök vefiðnaðarins, vilja minna á Iceweb 2008, alþjóðlega tveggja daga ráðstefnu um vefmál,  13. og 14. nóvember næstkomandi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Breytingar“ (Change) sem vísar til þess að vefurinn er bæði í stöðugri mótun og umbreytingum, en einnig til þess að starf fólks í vefiðnaðinum tekur jafn örum breytingum. Vefiðnaðurinn er óumdeilt einna best í stakk búinn til að bregðast við breytingum í viðskiptaumhverfi heimsins. Skynsamlegar fjárfestingar á vef eru sífellt mikilvægari þáttur í straumlínulögun og sparnaði fyrirtækja, þjónustu við viðskiptavini og tryggð þeirra við fyrirtækið.Vel hugsuð og framkvæmd vefstefna spilar einnig lykilhlutverk í vexti og sókn, hvort heldur sem er stuðningur við aðrar einingar fyrirtækisins eða sem viðskiptavettvangur í sjálfum sér. Fjárfesting í þekkingu í vefiðnaði borgar sig.
Stjórn SVEF skipulagði Iceweb 2008 með það að markmiði að efnistökin hæfðu þeim verkefnum sem íslensk fyrirtæki starfa helst að. Á tímum þegar ber mikið á aðhaldi í rekstri fyrirtækja er alþjóðleg ráðstefna sem þessi gríðarlega mikilvægur, en um leið hagkvæmur, kostur í símenntun.
Ferðir á erlendar ráðstefnur eru kostnaðarsamar og standa jafnan fáum til boða. Það er því einstakt tækifæri að fá fagmenn og fyrirlesara í fremstu röð hingað til lands og von SVEF að það gefi fleirum sem starfa að vefmálum tækifæri til þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu.
Miðað við fyrri reynslu eru ráðstefnugestir framvarðarsveit vefgeirans og millistjórnendur einkafyrirtækja og stofnana, markaðsfólk, vefstjórar og starfsmenn veffyrirtækja.

Sérkjör fyrir meðlimi

Meðlimum SVEF bjóðast sérkjör á skráningu, en meðlimir í tengdum fagfélögum njóta einnig afsláttar. Við val á fyrirlesurum var leitað til þekktra sérfræðinga á hverju sviði, en dagskrá ráðstefnunnar skipulögð þannig að fyrirlestrarnir veiti leikmönnum nauðsynlega innsýn og lærðum dýpri þekkingu.
Meðal þeirra heimsþekktu fyrirlesara sem nú þegar hafa staðfest komu sína eru:

Workshops

Ráðstefnugestum bjóðast einnig takmarkaður fjöldi miða á „workshops“ þann 12. nóvember – sjá nánar um workshops.
Tryggið ykkur miða strax á forsöluverði – athugið að forsölu lýkur 7. nóvember!

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á iceweb.svef.is og miða má kaupa í gegnum Miði.is

SVEF eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Í samræmi við þessi markmið hefur verði ráðstefnumiða verið stillt í hóf svo að sem flestir hafi tækifæri til að mæta.  Einnig hefur SVEF fengið góða styrktaraðila með sér í lið svo að Iceweb 2008 gæti orðið að veruleika.

Aðalstyrktaraðilar Iceweb 2008 eru:

TM software – www.tm-software.com
Iceland Express – www.icelandexpress.is
Icelandair Hotels – www.icelandairhotels.is
CCP games – www.ccpgames.com
Marimo – www.marimo.is
365 – www.365.is
Hvíta húsið – www.hvitahusid.is