SAR Weather

Sjá tók þátt í mjög skemmtilegu verkefni sem nú hefur verið hleypt af  stokkunum – SAR Weather.  Aðkoma Sjá snerist fyrst og fremst um notendaviðmótið, en við framkvæmdum prófanir með notendum. Við unnum með snillingunum hjá Reiknistofu í veðurfræði og IO í því að gera notendaviðmótið sem viðmótsþýðast.

SAR Weather snýst um að gefa góða veðurspá hratt og örugglega í gegnum vefviðmót og sérstaklega fyrir björgunar- og leitarstarf þar sem hver mínúta skiptir máli.

Skoðið upplýsingar um verkefnið hér.