Á vef BBC nýlega var skemmtilegt viðtal við vefgúruinn Jakob Nielsen. Í viðtalinu talar Nielsen um að notendur vefja séu að verða eigingjarnari og miskunnlausari. Nielsen styður þessa fullyrðingu með skýrslu um hegðun notenda og segir að þeir séu óþolinmóðari og vilji klára það sem þeir ætla sér á sem minnstum tíma. Notendur dvelja ekki lengur á vefsíðum og tilraunir til að halda notendum á vefsíðum hafa mistekist. Gylliboð virka ekki lengur að mati Nielsen.
Category: Forsíða
Mikilvægi þess að lagfæra arfaslaka leit innri vefja
Gerry McGovern skrifar afar góðar greinar um vefi en við höfum nokkrum sinnum endursagt efni greina eftir hann og birt hér á vef SJÁ. Að þessu sinni er hann með afar áhugaverða grein um leit á innri vefjum fyrirtækja (og ekki síður stofnana).
Continue reading
Er hægt að stóla á vefmælingar?
Gerry McGovern veltir því fyrir sér í nýlegri grein hvort að vefmælingar séu áreiðanlegar og vill hann meina að ekki aðeins séu margar vefsíður með óáreiðanlegar mælingar heldur sé oft verið að mæla ranga hluti. McGovern segir einnig að samkvæmt fyrirtækinu Marketing Experients (sérhæfa sig í leitarvélum) séu 75% af þeim gögnum sem vefmarkaðsfræðingar safna annað hvort misvísandi eða beinlínis rangar.
Glærur frá hádegisverðarfundi komnar á Netið
Hádegisverðarfundur SJÁ og Marimo um rafræna stjórnsýslu heppnaðist vel og var mál manna að þarft umræðuefni hafi verið lagt á borð og að áhugaverðir fletir hafi verið ræddir. Glærurnar frá hádegisverðarfundinum er komnar á Netið fyrir áhugasama.
Dagskrá hádegisverðarfundar um rafræna stjórnsýslu birt
Þá er dagskrá hádegisverðarfundarins 14. maí næstkomandi um rafræna stjórnsýslu orðin ljós. Kíkið endilega á þessa spennandi fyrirlesara og skráið ykkur í tæka tíð.
Að vera áberandi: Þrjár gullnar reglur
Það er staðreynd að fæst okkar lesum texta á vefsíðum stafa á milli nema við höfum eitthvað tiltekið markmið (t.d. lesa ritgerð í tölvu bókasafns). í staðinn skimum við yfir síðurnar á augnabliki í leit að þeim upplýsingum sem við þurfum eða máli skipta. Ef eitthvað grípur áhuga okkar er hugsanlegt að við stöldrum við en annars er líklegt að við höldum áfram án þess að virða textann viðlits. Út frá þessu er gríðarlega mikilvægt að það efni sem mestu máli skiptir, grípi athygli okkar.
Árangur í áföngum – Ný tækifæri í rafrænni stjórnsýslu
Miðvikudaginn 14. maí nk standa Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.
Niðurstöður nytsemisrannsóknar á 20 ferðavefjum í Bretlandi
Fyrirtækið Webcredibles í Bretlandi birtir oft ansi áhugaverðar greinar á vef sínum. Fyrir ekki svo löngu síðan birtu þeir niðurstöður rannsóknar sinnar á nytsemi 20 ferðavefja (bæði flugfélaga og ferðaskrifstofa). Í þessum hópi voru vefir þekktra fyrirtækja eins og British Airways, Ryanair, Lastminute, Virgin Atlantic, Easyjet og Expedia.
The Open Coffee Club á Íslandi
Opni kaffiklúbburinn (The Open Coffee Club) er fyrirbæri sem er nú virkt um allan heim. Nú hefur verið stofnaður klúbbur á Íslandi og eru allir hvattir til að vera með. Klúbburinn var settur á laggirnar til að hvetja frumkvöðla, forritara og fjárfesta til að hittast, spjalla saman, hitta aðra í svipaðri stöðu og mynda tengslanet. Alla fimmtudagsmorgna klukkan 8-9 mun Opni kaffiklúbburinn hittast á Kaffitári, Bankastræti. Aðaláhersla fundanna er Netið þó auðvitað megi spjalla um önnur mál.
Nýja leiðin í auglýsingum: Að finna hlutina sjálfur
Í nýjustu grein New Thinking skrifar Gerry McGovern nokkur orð um auglýsingar og vanmátt þeirra í dag. Að hans mati virka hefðbundnar auglýsingar ekki nema á stöðum þar sem nægur tími er til staðar en lítill peningur. Hér áður fyrr vorum við tilbúin til að horfa á hvað sem var en sú er ekki raunin lengur.