Í dag er World Usability Day haldinn hátíðlegur víða um heim. Dagurinn í ár er helgaður menntun – Education: Designing for Social Change. Margir áhugaverðir viðburðir eru haldnir á heimsvísu í tilefni dagsins. Skoðið viðburðina hér.
Category: Forsíða
Til hamingju Reykjavíkurborg
Vefur Reykjavíkurborgar hefur nú hlotið aðgengisvottun Sjá og ÖBÍ um forgang II. Í þessu felst að ítarlega hefur verið farið í gegnum vefinn og hann aðlagaður að þörfum notenda með ólíkar þarfir.
Þetta er glæsilegur árangur og við óskum borginni til hamingju!
Þróun í átt til þjónustu
Gerry McGovern hefur undanfarið fjallað heilmikið um mikið um mikilvægi þess að setja þjónustu í forgrunn. Þróunin er því frá áherslu á sölu yfir í þjónustu, sem er lykillinn til þess að ná árangri í viðskiptum á netinu – sem og annars staðar.
Hér má sjá nýjasta pistil Gerry McGovern.
Námskeið: viðskipti um vefinn
Opni háskólinn í HR býður nú upp á áhugavert og hagnýtt námskeið um viðskipti um vefinn. Sjá kemur að skipulagningu og kennslu hluta námskeiðsins. Námskeiðið hentar öllum þeim sem stunda eða hafa hug á að stunda viðskipti á netinu og byggja upp farsælan rekstur með sölu á vöru og þjónustu á þessu öfluga markaðstorgi. Nánari upplýsingar um námskeiðiðm á finna á vef Opna háskólans.
Netnotkun Íslendinga
Íslendingar eru enn heimsmeistarar í netnotkun. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar er nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila en árleg fjölgun nettengdra heimila hefur verið að meðaltali 2% síðustu fimm ár. Fjölgunin er þó minni á milli áranna 2010 og 2011 en á fyrri árum.
Athygli vekur þó að samkvæmt samantektinni hafa ríflega 4% landsmanna á aldrinum 16–74 ára aldrei notað netið, hins vegar nota 93% netnotenda netið daglega. Einnig hefur orðið aukning hefur orðið á notkun Íslendinga á samskiptasíðum, úr 70% netnotenda árið 2010 í 76% nú. Skoða má Hagtíðindin hér.
Tregi notandinn
Í nýjasta Cooper Journal kemur Steve Calde áhugaverða punkta varðandi hönnun á minna spennandi viðmóti, þ.e. viðmót sem notandanum finnst ekki skemmtilegt eða áhugavert að vinna með. Hann talar um trega notandann í því samhengi en þá í merkingunni ófús (e. reluctant user). Skemmtileg lesning – hægt er að nálgast pistilinn hér.
Samantekt um íslenska vefhönnun
Fyrir nokkur síðan gerðu Jóhanna Símonardóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir stutta úttekt á íslenskri vefhönnun og spjölluðu við nokkra vefsnillinga tengslum við það. Snillingarnir sem rætt var við eru Borgar Þorsteinsson, Viðar Svansson, Jonathan Gerlach, Reynir Pálsson, Einar Þór Gústafsson og Soffía Kristín Þórðardóttir.
Mælingar á hegðun notenda – jákvæðri OG neikvæðri
Í nýjasta pistli sínum fjallar Gerry McGovern um mikilvægi þess að skoða líka neiknvæða hegðun á vefnum í stað þess að einblína á það jákvæða. Hann tekur dæmi um auglýsingaborða á vefjum og hvernig notendur bregðast við þeim. Lestu pistilinn hér.
Notendur eins alls staðar í heiminum
Í nýjasta fréttabréfi sínu fjallar Jakob Nielsen um notendaprófanir í alþjóðlegu samhengi. Teymið hans framkvæmdi prófanir sem náðu til vefja, innri vefja, farsímavefja og ýmissa veflausna í 13 löndum í öllum heimshornum. Niðurstöðurnar fela í sér að viðmiðunarreglur fyrir notendavæni eru þær sömu sama hvar maður er.
Bætum vefaðstoð
Í nýjasta pistli sínum fjallar Gerry McGovern um hvernig má bæta vefaðstoð og hjálpa notendum aðvera sjálfbjarga. Eins og oft áður felst lykillinn að hans mati í því að hætta að einblína á tæknina og einbeita sér þess í stað að fólkinu – eða notendum. Galdurinn felst ekki í nýrri eða bættri tækni heldur í stjórnun og umsýslu, eða að greina helstu aðgerðir notenda. Lestu greinina hér.