Ansi áhugaverð lesning frá Simple Progragrammer þar sem Scrum aðferðin er tætt niður. Niðurlag greinarinnar er að Scrum sé ágætt til síns brúks, að besti hlutinn sé Agile aðferðarfræðin en sé í raun ekkert annað en bóla. Reyndar sagði Bill Gates á sínum tíma að tölvur þyrftu ekki meira minni en 64K í framtíðinni!!
Author: aslaug
Handhæg tól í vafrann
Viðbætur í vafra (add-ons og extensions) þekkja flestir sem vinna við forritun eða vefumsjón. Urmull veftóla er í boði og fyrir þá sem ekki þekkja þau hefur Webcredible tekið saman lista yfir þau 10 tól sem maður ætti að hafa í vafranum. Þetta er handhægur listi og flest tólanna getur SJÁ verið sammála um að séu ómissandi.
Vefir í úrslitum íslensku vefverðlaunanna 2009
Nú hefur dómnefn íslensku vefverðlaunanna valið þá vefi sem komust í úrslit fyrir árið 2009. Nokkur breyting er á flokkum núna, t.d. hafa nýir flokkar hafa bæst við (best markaðsherferðin, besti smátækjavefurinn) o.fl. og víst að spennandi úrslit eru framundan enda um Óskarsverðlaunahátíð vefiðnaðarins að ræða!
Lista yfir vefi þá sem tilnefndir eru að þessu sinni má skoða á vef Svef.
Aftaka Internet Explorer 6.0
Það eru æ fleiri sem styðja það að Internet Explorer 6.0 vafrinn verði látinn syngja sinn svanasöng (og Internet Explorer yfir höfuð en það er nú önnur saga). Það eru margar ástæður fyrir því að Internet Explorer 6.0 ætti að hverfa. Sumir vilja meina að vafrinn minnki lífslíkur forritara, bæti gráum hárum á kolli þeirra og hækki blóðþrýsting upp úr öllu valdi. Alvarlegasta atriðið er auðvitað öryggismál. Nú síðast hefur Google bæst í hóp þeirra sem krefjast þess að vafrinn hverfi fyrir fullt og allt.
Notendavæni vefsíðna og neðanjarðarlestin
Makak Media hefur tekið saman þá þætti sem góður vefur og neðanjarðarlestarkerfið í London (Tube í daglegu tali) og víðar eiga sameiginlegt. Notendavæni, gagnsæi, skýr upplýsingamiðlun, gott leiðarkerfi og fyrirsjáanleiki eru allt þættir sem skipta máli hvort sem þú ert að stíga um borð í lest eða vafra um vefinn. Skemmtileg grein hjá þeim á Makak Media.
Jakob og bestu innri vefirnir 2010
Jakob Nielsen er nokkuð sáttur í nýrri skýrslu um bestu innri vefina. Það er nánast fréttnæmt ef karlinn er ánægður með eitthvað í heimi netsins svo greinilega eru góðir hlutir að gerast.
Námskeið í vefstjórnun
Okkur langar að vekja athygli þína á námskeiði í vefstjórnun sem SJÁ stendur að í samvinnu við Fagmennt Opna háskólans. Boðið er upp á 51 klst. nám í vefstjórnun fyrir þá sem vilja kynna sér það nýjasta sem er að gerast í vefmálum í dag. Námskeiðið hentar vel starfandi vefstjórum og þeim sem hafa hug á að starfa við vefstjórnun.
Að vera svolítið öðruvísi
Við hjá SJÁ göngum út frá því að nytsemi og gott skipulag vefsíðna sé ávallt haft að leiðarljósi. Góð uppsetning vefja og skipulögð framsetning upplýsinga er eins og gott vegakort fyrir týndan vegfaranda. Það má því rétt ímynda sér hvort að samantekt Noupe hafi ekki fengið aðgengis- og nytsemis-hjörtu okkar til að slá örar og með svitadropa á enni skoðuðum við samantektina ….En hafa ber í huga að fyrir suma starfsemi þá einfaldlega hentar að vera svolítið öðruvísi og í rauninni er bara skemmtilegt að skoða alla flóruna þ.e. allt frá einföldum textasíðum tiltekinna vefgúrúa yfir í það sem fáir myndu telja notendavænt en líklega allir myndu telja frumlegt og jafnvel skemmtilegt.
Allt sem þið vilduð vita um töflur
Matt Cronin hjá Noupe hefur tekið saman heilmikið af gögnum varðandi töflur. Töflum má skipta í tvennt; annars vegar er það gagnatöflur (e. data tables t.d. stundaskrá) og hins vegar eru töflur til að stjórna útliti (e. layout tables). Við vitum þó flest að afar fáir nota töflur til að stýra útlitinu (eins gott) en maður getur alltaf á sig blómum bætt varðandi það hvernig maður setur upp góðar gagnatöflur. Töflur þurfa að vera rétt skilgreindar svo skjálesarar blindra notenda hafi góðan aðgang að þeim og svo eru góðar töflur einnig alltaf mikilvægar til að setja upplýsingar fram á skýran hátt fyrir öllum notendum.
Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum
Nú liggja niðurstöður fyrir úr úttekt Sjá og Forsætisráðuneytis á hátt í þrjúhundruð vefjum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Úttektin var framkvæmd nú í þriðja sinn, en fyrri úttektir voru 2005 og 2007.