Fyrirtækið Webcredibles í Bretlandi birtir oft ansi áhugaverðar greinar á vef sínum. Fyrir ekki svo löngu síðan birtu þeir niðurstöður rannsóknar sinnar á nytsemi 20 ferðavefja (bæði flugfélaga og ferðaskrifstofa). Í þessum hópi voru vefir þekktra fyrirtækja eins og British Airways, Ryanair, Lastminute, Virgin Atlantic, Easyjet og Expedia.
The Open Coffee Club á Íslandi
Opni kaffiklúbburinn (The Open Coffee Club) er fyrirbæri sem er nú virkt um allan heim. Nú hefur verið stofnaður klúbbur á Íslandi og eru allir hvattir til að vera með. Klúbburinn var settur á laggirnar til að hvetja frumkvöðla, forritara og fjárfesta til að hittast, spjalla saman, hitta aðra í svipaðri stöðu og mynda tengslanet. Alla fimmtudagsmorgna klukkan 8-9 mun Opni kaffiklúbburinn hittast á Kaffitári, Bankastræti. Aðaláhersla fundanna er Netið þó auðvitað megi spjalla um önnur mál.
Nýja leiðin í auglýsingum: Að finna hlutina sjálfur
Í nýjustu grein New Thinking skrifar Gerry McGovern nokkur orð um auglýsingar og vanmátt þeirra í dag. Að hans mati virka hefðbundnar auglýsingar ekki nema á stöðum þar sem nægur tími er til staðar en lítill peningur. Hér áður fyrr vorum við tilbúin til að horfa á hvað sem var en sú er ekki raunin lengur.
Hnignandi geta miðaldra notenda á Netinu
Í nýjustu rannsókn sinni fjallar Jakob Nielsen um þá staðreynd að eftir því sem Netnotendur verði eldri, minnki nokkuð geta þeirra til að framkvæma verkefni á Netinu. Þetta skiptir máli í hönnun vefja, sérstaklega þegar um söluvefi er að ræða. Þekktir eru þeir vefir sem selja til dæmis ferðir fyrir eldri borgara en bjóða upp á allt of lítið letur eða leiðarkerfi sem er erfitt fyrir þá sem eru farnir að missa hreyfigetu o.fl.
Amazon með nýjan vef – stundum
Amazon (bæði Amazon.co.uk og Amazon.com) er líklega einn þekktasti söluvefur í heimi. Forsvarsmenn vefsvæðisins einbeittu sér í fyrstu að sölu bóka en á vefnum er nú einnig hægt að kaupa tónlist, mynddiska, föt og margt fleira. Amazon er ekki síður þekkt fyrir nýjung í uppsetningu leiðarkerfis þ.e. með notkun svokallaðra flipa þar sem hver flipi er eins og flipi í spjaldskrá sem notendur fletta á milli. Síðan eru liðin rúm 10 ár. Síðan þá hafa þúsundir vefsíðna hermt eftir leiðarkerfinu enda hefur það sýnt sig að leiðarkerfið virkar vel fyrir notendur.
Myspace vandamálið
Í mjög áhugaverðri grein eftir Joshua Porter á Think Vitamin er fjallað um það sem kallast „Myspace vandamálið„. Myspace er vefsíða sem stundum er kölluð „félagsmiðstöðin á Netinu“ og er aðallega sótt af yngri kynslóðinni en einnig hefur hún verið vinsæl hjá tónlistarfólki sem er að þreifa fyrir sér í tónlistarheiminum.
Hvers vegna Netið er ávanabindandi
Lee Gomes blaðamaður hjá Wall Street Journal dagblaðinu skrifaði nýlega um áhugaverða rannsókn sem fjallar um ómótstæðileika Netsins. Hver kannast ekki við að festast á Netinu? Í þessum rannsóknum kom í ljós að heilinn verðlaunar sjálfan sig með smá inngjöf af náttúrulegum „gleðigjöfum“ þegar við rekumst á upplýsingar sem eru áhugaverðar og krefjast þess að við brjótum heilann aðeins.
Vel heppnuð endurhönnun á BBC vefnum
Fréttadeild BBC hefur endurhannað vef sinn svo um munar. Vefurinn er léttari, notendavænni og þægilegri en áður. Einnig kemur einstaklingsmiðuð hönnun sterkt inn en notendur geta breytt litum á aðalsíðu, stjórnað því hvaða efni birtist (íþróttir, heimsmál, dægurmál o.fl.), fært til fréttasvæði og fleira. Þetta endurspeglar einnig þá hegðun sem netverjar hafa tileinkað sér með vefsvæðum eins og facebook sem og bloggsvæðum þar sem notandinn stjórnar sjálfur að miklu leyti hvað birtist og hvernig.
Google Kynslóðin
Google kynslóðin svokallaða er unga fólkið fætt eftir 1993 sem þekkir ekki heiminn eins og hann var fyrir innreið Netsins. Nýverið var framkvæmd rannsókn á nethegðun ungra notenda sérstaklega hvað varðar öflun upplýsinga á Netinu. Sérstaklega var horft til þess hvernig þessir ungu notendur væru líklegir til að hegða sér á Netinu í framtíðinni og hvort að sú leið sem unga fólkið notar til að afla upplýsinga mun móta framtíðarhegðun þeirra í rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun. Einnig var áhugavert að skoða hvernig bókasöfnum muni vegna í framtíðinni með tilliti til ungs fólks og leitarvenja á Netinu.
Gott aðgengi á vefjum borgar sig!
Það borgar sig eins og allir vita að gera vefsíður (og þar með þjónustu og upplýsingar) aðgengilegar á Netinu. Hér er verið að tala um gott aðgengi allra að upplýsingum og upplýsingum á Netinu og ekki síst aðgengi fatlaðra eins og blindra, sjónskertra, hreyfihamlaðra, heyrnarlausra og lesblindra. Fyrirtæki og stofnanir reiða sig sífellt meira á vefsíður sem upplýsingaveitu/kynningarbækling á Netinu og því er enn mikilvægara en áður að gera allt sem aðgengilegast.