SJÁ óskar viðskiptavinum og öðrum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Category: Forsíða
Mikilvægi endurgjafar í umsóknarferlum
Í nýlegu fréttabréfi sínu benda Webcredibles menn á mikilvægi þess að endurgjöf til notenda við að fylla út form og umsóknir sé dregin fram. Á þessu atriði hefur SJÁ oftar en ekki hamrað í skýrslum sínum enda er nánast óþolandi þegar notandi veit ekki hvar hann er t.d. staddur í umsóknarferli. Er hann staddur í skrefi 1 af 15 eða skrefi 1 af 2?
Vefur S24 vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur S24 vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Nýr vefur Gegnis vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur Gegnis vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Segul-magnað viðmót
Við hjá SJÁ rákumst á þessa frábæru hugmynd fyrir viðmótshönnuði. Það er endalaust hægt að vesenast með forrit til að teikna upp viðmót en stundum er eins og tölvuskjárinn og forrit sem eru hönnuð til að hægt sé einmitt að..hanna… séu beinlínis heftandi. Þetta er því hin skemmtilegasta lausn og er tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir viðmótssérfræðinga!
Þú ert ekki viðskiptavinurinn
Við skönnum ekki vefsíður…við veljum ákveðna hluta vefjarins til að lesa. Þetta er fyrirsögn nýlegrar greinar af vef Giraffe. Í greininni lýsir höfundur prófunum með vef fyrirtækis og staðsetningu efnis á vefsíðu. Af þeim 15 sem tóku þátt var aðeins einn sem sá efnið í meginmáli. Aðrir annað hvort skoðuðu vinstri dálk eða fóru í leitina.
Vel heppnuð ráðstefna Iceweb 2008
Vel heppnaðri ráðstefnu Iceweb 2008 lauk á föstudaginn og var afar góður rómur gerður að fyrirlesurum og erindum þeirra. Húsfyllir var báða dagana og er ljóst að þó lægð sé yfir landinu og ekki í veðurfarslegum skilningi hefur aldrei verið meiri þörf en nú að líta í átt til skýjanna og spá í þær breytingar sem framundan eru.
World Usability Day 2008 og Iceweb
World Usability Day 2008 eða Dagur notendavæni verður haldinn hátíðlega víða um heim í dag. Þó engar séu skrúðgöngurnar er samt margt hægt að sjá og gera í tilefni dagsins en margar borgir hafa einhvers konar uppákomur eða ráðstefnur til að marka daginn. Hér á Íslandi er ekki úr vegi að skreppa á Iceweb ráðstefnuna sem haldin er í dag og á morgun! Ekki amalegt að geta kíkt á flotta fyrirlesara rétt við bæjardyrnar!
Vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður
Nýlega var vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Iceweb 2008
13. -14. nóvember 2008
SVEF, Samtök vefiðnaðarins, vilja minna á Iceweb 2008, alþjóðlega tveggja daga ráðstefnu um vefmál, 13. og 14. nóvember næstkomandi.